fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. apríl 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segist ekki vera ástfanginn af fótboltanum í dag á sama hátt og hann var fyrir tíma myndbandstækninnar VAR.

Postecoglou og hans menn töpuðu 1-0 gegn grönnum sínum Chelsea á fimmtudag þar sem liðið skoraði mark sem var tekið af.

Ástralinn telur að dómurinn hafi verið umdeildur en brotið var á miðjumanninum Moises Caidedo áður en Pape Sarr kom boltanum í netið.

,,Ég bara skil þetta ekki. Sem manneskjur þá erum við svo vanar að samþykkja allt svona þessa dagana,“ sagði Postecoglou.

Postecoglou var svo spurður út í það hvort hann væri ekki lengur ástfanginn af fótboltanum og svaraði játandi.

,,Ekki spurning, þetta er ekki leikurinn sem ég elskaði. Kannski hefur England haft stór áhrif á mig og þá aðallega gamla fyrsta deildin.“

,,Ég er að tapa áhuganum á fótbolta því ég elska að fagna mörkum og ég þurfti að finna fyrir því gegn Chelsea. Ég sé til þess að ég geri það ekki aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum