fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 16:30

Vilhelm beitti fyrrverandi sambýliskonu sína líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar sem var dæmdur fyrir nauðgun og ítrekuð húsbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Vilhelm var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra 31. janúar árið 2024. Í dómi Landsréttar þann 12. desember síðastliðinn voru bætur konunnar hækkaðar úr 2 milljónum króna í 3 milljónir.

Í tvígang fór hann óboðinn inn á heimili konunnar og beitti hana ofbeldi. Einnig hafði hann í hótunum við hana.

Vilhelm neitaði sök og sagði um dæmigerðar „haltu mér, slepptu mér“ kærustuerjur að ræða. En á meðal gagna í málinu var efni úr öryggismyndavél á heimili konunnar sem var talið vega þungt gegn honum.

Sjá einnig:

Vilhelm fær fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og húsbrot – „Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti“

Vilhelm óskaði eftir því að Hæstiréttur tæki málið fyrir og bar fyrir sig að ekki hefði reynt á sönnunargildi gagna úr upptökubúnaðinum. Taldi hann Landsrétt hafa byggt sakfellingu hans á huglægu mati.

Á þetta féllst Hæstiréttur ekki og hafnaði því að taka málið fyrir. Taldi rétturinn að málið lúti ekki að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti