fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Barn á öðru ári lést í umferðarslysi í Borgarfirði

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. mars 2025 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barn á öðru ári lést í umferðarslysi á gatnamótum Vesturlandsvegar og Vestfjarðarvegar í Borgarfirði á fimmtudag, 6. mars. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar kemur fram að slysið hafi orðið þegar fólksbifreið og hópbifreið rákust saman á gatnamótum með þessum hörmulegu afleiðingum. Þrír einstaklingar voru í fólksbifreiðinni en um tuttugu manns í rútunni. Ekki urðu önnur alvarleg slys á fólki.

Fjölmennt lið björgunaraðila var sent á vettvang, lögregla, sjúkralið, slökkvilið ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi fer með rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt