fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Áfram hjá FH þrátt fyrir að tilboð frá Hlíðarenda hafi verið samþykkt

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 14:00

Mynd: FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Kári Halldórsson hafnaði því að ganga í raðir Vals og mun hann vera áfram hjá FH. Frá þessu sagði hann í samtali við Fótbolta.net.

Hinn 21 árs gamli Kjartan Kári er lykilmaður í liði FH og lék alla 27 leiki liðsins í Bestu deildinni í fyrra. Skoraði hann þar átta mörk og lagði upp sex.

Í vetur hefur hann verið orðaður við Val og Víking og samþykkti FH tilboð fyrrnefnda félagsins í hann.

„Það er auðvitað mjög gaman að fá áhuga frá öðrum liðum og það frá Val og Víking. Maður peppast að sjálfsögðu upp við það. En þetta varð síðan alvöru umhugsunarefni þegar Valur hafði fengið samþykkt tilboð í mig og mér var leyft að tala við Val. Það voru góð samtöl og samskipti en hjartað sagði mér að vera áfram í FH,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“