fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. febrúar 2025 08:42

Tómas þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fyrir helgi þegar fréttir bárust af því að Arnór Sigurðsson hefði ekki verið valinn í hópinn hjá enska B-deildarliðinu Blackburn fyrir átökin á seinni hluta tímabils.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli en snýr brátt aftur. Blackburn tjáði honum tíðindin eftir að félagaskiptaglugganum í helstu deildum Evrópu hafði verið skellt í lás. Arnór var sleginn eftir að hafa fengið fréttirnar.

Getty Images

„Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðar­legt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fag­maður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félag­skipta­glugginn lokar og til­kynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögu­lega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tíma­bilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endur­semja,“ sagði Arnór meðal annars við Vísi á föstudag.

Þetta var tekið fyrir í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu um helgina. Þar voru vinnubrögð Blackburn gagnrýnd harðlega.

„Í staðinn fyrir að þakka honum fyrir góð störf í janúar og leyfa honum að finna sér nýtt lið. Þetta er eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð, ekkert smá döpur framkoma,“ sagði Tómas Þór Þórðarson þar.

„Þetta hljómar eins og þetta sé hugsunarleysi og fúsk hjá þeim. Það virðist vera að þegar að átti að skila inn leikmannahópnum eftir janúargluggann hafi þeir bara fattað að það væri ekki pláss fyrir alla mennina,“ sagði Elvar Geir Magnússon þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Í gær

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn