fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 07:12

Svona verður staðan klukkan 10.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauðar viðvaranir taka aftur gildi á stórum hluta landsins með morgninum og eru þær í gildi fram eftir degi.

Á höfuðborgarsvæðinu er rauð viðvörun til dæmis í gildi til klukkan 13 og er gert ráð fyrir 25 til 33 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum. Talsverð rigning verður með köflum og foktjón líklegt. Ekkert ferðaveður verður á höfuðborgarsvæðinu og segir í viðvörun Veðurstofunnar að það geti verið hættulegt að vera á ferð utandyra.

Svipað verður uppi á teningnum á Suðurlandi og á Faxaflóa þar sem staðbundnar hviður geta farið í 45 til 50 metra á sekúndu.

Óveðrið fer svo yfir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra eilítið seinna. Á Norðurlandi eystra er rauð viðvörun í gildi til klukkan 16 en þar má gera ráð fyrir hviðum yfir 50 metra á sekúndu. Rigning verður með köflum og hláka.

Á Austfjörðum tók rauð viðvörun gildi klukkan 7 í morgun og á Austurlandi tekur hún gildi klukkan 8. Á þessum slóðum verður rok eða ofsaveður.

Hægt er að kynna sér viðvaranir Veðurstofunnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Í gær

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“