fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda Yggdrasill Carbon ehf. (YGG), er óánægður með umfjöllun RÚV en í gær birti miðillinn frétt með fyrirsögninni: Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsvík. Þar er fjallað um skógræktarverkefni sem YGG vinnur að í samræmi við landeigendur á svæðinu. RÚV tók fram að Sveitarfélagið Norðurþing hafi ekki farið að lögum þegar YGG var gefið leyfi til skógræktar í landi Þverár, nærri Húsavík og sé Skipulagsskoðun nú með það til skoðunar hvort pottur hafi verið brotinn þegar skógrækt var leyfð á hundrað hektara svæði skammt frá.

Hilmar segir í aðsendri grein á Vísi upplifun YGG þá að félagið sé heppilegt skotmark og að miðillinn hafi ekki vandað til verka við vinnslu fréttarinnar.

„Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur.“

Hilmar rekur að YGG hafi verið brautryðjandi í að fá vottaðar kolefniseiningar sem og alþjóðlegar vottanir. Verkefnið hafi eins vakið heimsathygli. Starfsemin byggi svo alfarið á samstarfi við landeigendur en YGG á ekkert landsvæði sjálft. Eingöngu skógræktarverkefni hafa farið í gegnum vottunarferli enda til áratuga rannsóknir á því sviði sem gerðu YGG kleift að uppfylla kröfur. Vonir standa til að hreyfing komist á verkefni á sviði endurheimtar votlendis á þessu ári en eins vill YGG stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar.

„Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur.“

Óvandaður fréttaflutningur

Almenningsálitið skipti félagið miklu sem og traust. Um sé að ræða einkafyrirtæki sem hefur starfsemi á landsbyggðinni með jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið. RÚV hafi þó slegið því fram að félagið fari ekki að lögum en tekið svo jafnharðan fram að ekki liggi fyrir enn sem komið er hvort lög hafi verið brotin.

„Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum.

Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV?“

Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið hafa kært sveitarstjórn Norðurþings fyrir að veita YGG leyfi þrátt fyrir andstöðu Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Málinu var vísað frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í nóvember. Formaður Náttúrugriða sagði þetta hættulegt fordæmi þar sem Norðurþingi hefði borið að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar en gerði það ekki. Skipulagsstofnun hefur staðfest að hafa málið til skoðunar og boðar niðurstöðu á næstu dögum eða vikum.

YGG ræktar skóga til að vega á móti losun gróðurhúsalofttegunda en starfsemin er fjármögnuð með sölu kolefniseininga til fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi