fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 08:30

Trump er fluttur í Hvíta húsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, sem svarinn var í embætti Bandaríkjaforseta í gær, tjáði sig um stöðu mála varðandi Grænland á meðan hann skrifaði undir bunka af hinum ýmsu forsetatilskipunum.

Trump hefur lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin taki yfir Grænland sem fékk heimastjórn frá Danmörku árið 1979 en er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar. Hefur hann meira að segja ekki útilokað að beita hervaldi til að ná markmiði sínu.

Hann tjáði sig stuttlega um málið í gær eftir að hann tók við embætti.

„Grænland er dásamlegur staður. Við þurfum á því að halda fyrir alþjóðlegt öryggi og ég er viss um að Danir vilji koma með,“ sagði hann.

Trump sagði síðan að það kostaði Dani mikið að „viðhalda“ Grænlandi og bætti við að Grænlendingar sjálfir væru ekki ánægðir með Dani. „Ég held að þeir séu ánægðir með okkur,“ sagði hann en myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Í gær

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“