fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 10:33

Brooke Shields. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Brooke Shields hefur ákveðið að stíga fram og greina frá því sem lýtalæknir gerði við hana, án hennar samþykkis.

Shields, 59 ára, er að fara að gefa út nýja sjálfsævisögu í næstu viku, „Brooke Shields Is Not Allowed to Get Old.“

Í henni greinir hún frá því þegar hún fór í aðgerð á skapabörmum þegar hún var á fimmtugsaldri. Hún vildi láta minnka þá eftir margra ára óþægindi og sársauka.

Þegar hún vaknaði eftir aðgerðina fékk hún þær fréttir frá lýtalækninum að hann hafði einnig framkvæmt aðra aðgerð á henni, svo kallaða „endurnýjunaraðgerð“ (e. vaginal rejuvenation) eða fegrunaraðgerð á kynfærum, án hennar samþykkis.

„Ég væri ekki að segja satt ef ég myndi segja að ég skammaðist mín ekki fyrir þetta,“ skrifar hún í bókinni. Us Weekly greinir frá.

„En, ef við viljum breyta því hvernig við tölum um kvenheilsu þá þurfum við að tala um vandamálin, sem eru óþægileg en raunveruleg.“

Brooke Shields Is Not Allowed to Get Old

Óafturkræf aðgerð

Samkvæmt Brooke var læknirinn mjög stoltur af aðgerðinni, þó hún hafi ekki beðið um hana. Auk þess var aðgerðin óafturkræf svo leikkonan gat ekkert gert.

„Hann sagði mér að hann hafi bætt við smá auka bónus. Mér leið eins og það hafi verið brotið á mér, svo furðulegt, eins og einhvers konar nauðgun,“ segir hún og heldur áfram:

„Það var ekkert sem benti til þess að ég þurfti að vera þrengri, minni, stinnari eða yngri, sérstaklega þarna niðri,“ segir hún.

Brooke reyndi að halda þessu leyndu fyrir eiginmanni sínum eins lengi og hún gat þar sem hún skammaðist sín svo mikið. En hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína í bókinni í von um að hjálpa öðrum konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar