fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Eitt af fórnarlömbunum í New Orleans með tengsl við bresku konungsfjölskylduna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 09:20

Tiggy með þeim bræðrum á árum áður. Stjúpsonur hennar lést í árásinni á nýársnótt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward Pettifer, 31 árs karlmaður, var í hópi þeirra fjórtán einstaklinga sem létust þegar hryðjuverkamaður ók bifreið sinni inn í mannfjölda í New Orleans á nýársnótt og hóf í kjölfarið skothríð.

Edward þessi tengdist bresku konungsfjölskyldunni óbeint en stjúpmóðir hans, Tiggy Legge-Bourke, var barnfóstra þeirra Vilhjálms og Harrys á árunum 1993 til 1999. Tiggy var mjög náin bræðrunum og í ævisögu sinni, Spare, kallaði Harry hana „staðgöngumóður“ þeirra bræðra.

Daily Beast greinir frá þessum tengslum og segir frá því að Vilhjálmur og Harry séu guðfeður barna Tiggy sem nú gengur undir nafninu Alexandra Pettifer. Hún er enn sögð vera í góðum samskiptum við þá Vilhjálm og Harry.

Breska konungsfjölskyldan minntist Edwards í yfirlýsingu þar sem fram kom að öll fjölskyldan væri í sárum vegna andláts hans. Kom fram að hugur konungsfjölskyldunnar væri hjá aðstandendum Edwards og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna voðaverksins á nýársnótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot