fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Baunar á fyrirliðann og getur varla horft á sjónvarpið – ,,Við skulum vera hreinskilin“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 1. desember 2024 10:30

Cassano til hægri Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur enginn leikmaður AC Milan verið verri á tímabilinu en hinn öflugi Theo Hernandez að sögn fyrrum leikmanns félagsins, Antonio Cassano.

Cassano er ansi umdeildur einstaklingur en hann lék með ófáum góðum liðum á sínum ferli og er nú duglegur að tjá sig í fjölmiðlum.

Hernandez er talinn vera einn besti vinstri bakvörður heims en franski landsliðsmaðurinn hefur ekki verið upp á sitt besta í vetur.

,,Við skulum vera hreinskilin, það var ekki hægt að horfa á Theo Hernandez í síðustu 12 leikjunum,“ sagði Cassano.

,,Hann var leikmaðurinn sem gerði gæfumuninn á vinstri vængnum, hann tók hlaup og skapaði færi.“

,,Hann hefur verið pirraður síðan í byrjun tímabils og er að standa sig mun verr. Margir vilja meina að hann sé besti vinstri bakvörður heims svo hann þarf að fá sömu meðferð og Rafael Leao.“

,,Þú ert að gera mistök, hvað er að? Þú þarft að takast á við þetta vandamál ásamt félaginu eða Filippo Terracciano spilar næsta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi