fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
433Sport

Fyrrum eiginmaðurinn reyndi að lauma sér inn í húsið: Hún sá allt í símanum – Enn bálreið eftir það sem gerðist

433
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Andy Carroll er í vandræðum þessa stundina eftir atvik sem átti sér stað á hans fyrrum heimili í Essex.

Carroll ákvað að reyna að lauma sér inn á fyrrum heimili sitt sem er í eigu þeirra beggja en Billi býr þar ásamt börnum hjónanna.

Carroll sá til þess að Billi væri ekki heima á þessum tíma en myndavélar fyrir utan eignina létu hana vita af því að óboðinn gestur væri mættur.

Frá þessu greina enskir miðlar en Carroll er í dag í sambandi með konu sem ber nafnið Lou Teasdale.

Billi sá allt sem átti sér stað í gegnum forrit í símanum sínum en þau ákváðu að skilja á síðasta ári eftir níu ára samband.

Ástæðan fyrir heimsókn Carroll er í raun óljós en hann og Billi eiga saman þrjú börn sem voru ekki heima á þessum tímapunkti.

Billi er enn reið út í Carroll sem var ekki lengi að finna sér nýja kærustu eftir skilnaðinn og opinberaði það snemma í fjölmiðlum.

Carroll er fyrrum enskur landsliðsmaður en er í dag hjá Bordeaux í Frakklandi sem leikur í fjórðu efstu deild eftir gjaldþrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þyrftu að greiða Víkingi 2,5 milljónir fyrir einn leik

Þyrftu að greiða Víkingi 2,5 milljónir fyrir einn leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Stjóri Alberts hættur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breyting á leiktímum í Bestu deildinni

Breyting á leiktímum í Bestu deildinni