fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

Pressan
Mánudaginn 11. nóvember 2024 22:00

Amanj Hasan Zada þegar hann var handtekinn. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Amanj Hasan Zada, 34 ára íranskur maður sem er búsettur í Preston á Englandi, hafi ekki farið leynt með starf sitt. Hann auglýsti sig og þjónustu sína á samfélagsmiðlum og birti upptökur af fólki sem þakkaði honum fyrir góða þjónustu.

Hann vann við að smygla fólki yfir Ermarsund, frá Frakklandi til Englands. Breska löggæslustofnunin The National Crime Agency (NCA) segir að hann hafi staðið fyrir þremur ferðum með flóttafólk yfir Ermarsund í nóvember og desember á síðasta ári. Þá flutti hann meðal annars kúrdískt flóttafólk yfir sundið.

NCA segir að Zada hafi komið að mun fleiri ferðum en þessum en hann var aðeins ákærður fyrir þær. Dómstóll í Preston fann hann sekan um að hafa flutt flóttafólk yfir sundið og dæmdi hann í 17 ára fangelsi.

Á einni af upptökunum, sem Zada birti á samfélagsmiðlum, sést flóttafólk, sem er í báti á leið til Ítalíu, lofsama Zada og klappa fyrir honum. Á annarri upptöku sjást karlar, sem voru nýkomnir til Makedóníu, þakka honum fyrir þjónustuna.  Á þriðju upptökunni, sem er á YouTube, sést Zada syngja í partýi og tónlistarmenn hylla hann sem „besta smyglarann“. Talið er að það myndband hafi verið tekið upp í Írak 2021. Sky News skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu