fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. september 2024 10:30

Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þann 29. apríl árið 2021, með því að hafa ekið bíl í tvígang aftan á annan bíl þar sem í voru ökumaður og einn farþegi.

Í ákæru héraðssaksóknara í málinu segir að bíllinn hafi tjónast í ákeyrslunni og ökumaður hlotið eymsli og tognun í hálsi, eymsli í hnakkafestingum og tognun í lendahrygg. Svo virðist sem farþeginn hafi sloppið við meiðsli en í ákæru segir að hinn ákærði hafi stofnað lífi og heilsu beggja í augljósan háska.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd ökumannsins sem varð fyrir árásinni er gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 10. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Bókakaffi með glæpaívafi

Bókakaffi með glæpaívafi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar