fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Fókus
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Special Olympics á Íslandi hefur unnið að því í marga mánuði að fá kvikmyndina CHAMPIONS  sýnda á Íslandi en hún kom út 2023. Sunnudaginn 28. apríl verður myndin sýnd í Bíó Paradís, myndin er boðssýning og aðeins verður ein sýning í kvikmyndahúsi á Íslandi. Frá þessu er greint á vefsíðunni hvatisport.is.

Sérstakir heiðurgestir á sýningunni verða iðkendur, þjálfarar og aðstandendur Special Olympics körfuboltaliðs Hauka í Hafnarfirði. Síminn Bíó mun kynna myndina sérstaklega og sýna hana í sjónvarpi símans í  kjölfar sýningarinnar á Íslandi.

Viðburðurinn tengist átakinu ALLIR MED, sem IF, UMFÍ og ÍSÍ vinna nú að í sameiningu. Þar gegna þjálfarar lykilhlutverki við að opna dyr fyrir alla í íþróttastarfi.

Kvikmyndin Champions með Woody Harrelson í aðalhlutverki segir frá þjálfara sem tekin er við ölvun við akstur og þarf að gegna samfélagsþjónustu. Hann fær það verkefni að taka að sér þjálfun Special Olympics körfuboltaliðs sem hann er alls ekki ánægður með í byrjun og ýmislegt gengur á. Myndin er gerð í samstarfi Universal og Special Olympics samtakanna. Special Olympics samtökin sem stofnuð voru 1968 af Kennedy fjölskyldunni hafa að markmiði að efla lífsgæði fólks með þroskahömlun, gegnum þátttöku í íþróttastarfi.

Samtökin eru í dag með yfir 5 milljónir skráðra iðkenda í íþróttastarfi um allan heim en vinna einnig að mennta- og heilbrigðismálum. Heimsleikar Special Olympics eru fjórða hvert ár. Þar hafa yfir 600 íslenskir keppendur  tekið þátt á eigin forsendum, þar sem allir fá verðlaun.

Undanfarin ár hefur verið sérstök áhersla hjá Special Olympics samtökunum  á „unified sport“  þar sem fatlaðir og ófatlaðir æfa og keppa saman í íþróttum og „unified schools“ þar sem fatlaðir og ófatlaðir nemendur vinna saman að ólíkum verkefnum.

Kynningarstiklu úr myndinni má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“