fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Ingason spilar með KFA í sumar en félagið staðfestir komu hans til félagsins í dag. KFA leikur í 2. deild karla en liðið var nálægt því að fara upp síðasta sumar.

Liðið hefur styrkt sig nokkuð í vetur en Eggert Gunnþór Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.

Doddi, eins og hann er oftast kallaður, lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil. Þegar Doddi hætti hafði hann unnið urmul af bikurum með Víkingum, ásamt því að hafa leikið fyrir Fjölni, KR og BÍ/Bolungarvík í gegnum ferilinn.

Hanskarnir hafa verið teknir niður af hillunni góðu og kemur Doddi til með að spila með KFA í sumar, en hann flytur austur og verður fyrir austan yfir sumarið.

„Þvílíkur hvalreki fyrir okkur í KFA og Doddi kemur bara til með að styrkja liðið enn fremur fyrir átökin sem framundan eru í 2. deildinni,“ segir í tilkynningu KFA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“