fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Hrikalegt tryggingasvindl

Pressan
Fimmtudaginn 21. mars 2024 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraun tveggja félaga í Taívan til að svíkja út tugi milljóna úr tryggingum endaði með ósköpum og missti annar þeirra til að mynda báða fætur.

Annar mannanna, Chang, setti fæturna á sér ofan í fötu sem var full af þurrís á meðan hinn maðurinn, Liao, batt fætur hans við stól svo hann gæti ekki hreyft sig. Chang var í „fótabaðinu“ í um tíu klukkustundir og varð það til þess að hann fékk kalsár á fæturna.

Chang reyndi að halda því fram að hann hefði fengið kalsár eftir að hafa ferðast um Taívan á vespu um miðja nótt í rigningu og kulda. Er hann sagður hafa vonast til þess að fá um hundrað milljónir króna út úr tryggingunum þar sem fjarlægja þurfti báða fótleggi hans fyrir neðan hné.

Tryggingafélagið sem sá um mál hans neitaði að greiða trygginguna út, ekki síst í ljósi þess að framburður Changs var talinn ótrúverðugur. Veðurfar er yfirleitt hagstætt í Taívan þar sem sumrin eru löng og hlý en veturnir stuttir og mildir – þó vissulega geti snjóað í fjöll og í norðurhluta landsins.

Vinirnir, Chang og Liao, hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga von á refsingu verði þeir fundnir sekir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm