fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Henti frá sér tyggjóinu og var sakfelldur fyrir morð

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 15. janúar árið 1980 var ung kona, Barbara Mae Tucker, numin á brott skammt frá heimavist Mt. Hood Community College-skólans þar sem hún var við nám. Árásarmaðurinn nauðgaði Barböru, sem var aðeins nítján ára, áður en hann drap hana.

Nú er komið í ljós að morðinginn á þeim tíma var 16 ára menntaskólanemi, Robert Plympton, og hefur hann nú verið sakfelldur fyrir morð. Robert, sem í dag er sextugur, mun væntanlega eyða restinni af ævi sinni í fangelsi.

Það var árið 2021 að nafn Roberts kom fyrst upp í tengslum við málum. Lífsýni sem tekið var úr leggöngum Barböru var sent í rannsókn og fékk lögregla DNA-snið sem hún gat unnið sig út frá. Með ítarlegri rannsókn tókst að þrengja hringinn utan um Robert og fór lögregla að fylgjast með honum þar sem hann var búsettur í Troutdale, úthverfi Portland.

Dag einn gerði Robert þau mistök að henda frá sér tyggjói. Lögreglumenn brugðust skjótt við, náðu í tyggjóið og sendu það í DNA-rannsókn. Kom erfðaefnið heim og saman við erfðaefnið sem fannst í líkama Barböru. Robert var handtekinn sumarið 2021.

Í frétt AP kemur fram að ekkert bendi til þess að Robert hafi þekkt Barböru þegar hann réðst á hana. Hún var á leið í kennslustund í kvöldskóla skólans þegar ráðist var á hana. Endanlegur dómur verður kveðinn upp í málinu þann 21. Júní næstkomandi og sem fyrr segir má Robert eiga von á því að fá lífstíðardóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“