fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Íþróttatöskur fullar af kókaíni rekur á land í Danmörku

Pressan
Þriðjudaginn 19. mars 2024 07:30

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn var lögreglunni á Mið- og Vestur-Sjálandi í Danmörku tilkynnt að margar íþróttatöskur hefði rekið á land við Sjællands Odde og að í þeim væru líklega fíkniefni.

Lögreglumenn voru sendir á vettvang til að kanna málið og gátu staðfest að töskurnar voru fullar af hvítu efni sem reyndist vera kókaín.

Enn fleiri töskur fundust þegar leitað var frekar á ströndinni. Fleiri töskur og pakka með fíkniefnum rak á land í gær og sagði lögreglan að hún væri búin að leggja hald á 840 kíló af kókaíni á ströndinni.

Lögreglan tók allar töskurnar og fíkniefnin í sína vörslu. Nú er verið að rannsaka hvaðan töskurnar komu.

Lögreglan hvetur fólk til að hafa strax samband ef það finnur fleiri töskur og brýnir fyrir fólki að taka þær ekki með heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm