fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Tókst að rækta kál og tómata í geimnum

Pressan
Laugardaginn 23. mars 2024 09:30

Kínverjum tókst meðal annars að rækta tómata í geimstöðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kál, tómatar og annað grænmeti vex nú í kínversku Tiangong geimstöðinni sem er á braut um jörðina.

Kínverskir geimfarar hafa stundað garðyrkju af kappi um borð í Tiangong geimstöðinni og hefur tekist að rækta kál, tómata og fleiri tegundir.

Til að gera samanburð á ræktuninni og ræktun hér á jörðinni var eftirlíking af geimstöðinni sett upp hér á jörðinni og geta vísindamenn þannig borið niðurstöður ræktunarinnar saman og gert nákvæmar rannsóknir á hvernig plöntur vaxa mismunandi í geimnum og hér á jörðinni.

Live Science segir að þetta sé hluti af langtímaverkefni til að undirbúa langar mannaðar geimferðir.

Yang Renze, hjá kínversku geimferðastofnuninni, sagði í samtali við CCTV að grænmetisræktun sé lykilatriði þegar kemur að geimferðum og markmiðið sé að geta ræktað mikið magn á skjótan hátt. Gænmetið geti dregið koltvíoxíð í sig og framleitt súrefni með ljóstillífun og endurunnið og hreinsað vatn.

Kínverjar stefna á að senda fólk til tunglsins fyrir lok áratugarins og að smíða tunglstöð innan næstu tíu ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm