fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fókus

Forstjóri Play fer aftur í gamalkunnugt hlutverk

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2024 10:17

Birgir Jónsson forstjóri Play. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play er kominn aftur í gamalkunnugt sæti, á bak við trommusettið í þungarokkhljómsveitinni DIMMU.

Birgir trommaði með sveitinni frá árinu 2011 til 2019 þegar Egill Örn Rafnsson tók við kjuðunum.

Þann 26. febrúar birti DIMMA yfirlýsingu þar sem Egill Örn greindi frá því að hann héldi nú á vit nýrra ævintýra. Þakkaði hann félögum sínum í hljómsveitinni fyrir yndislegar minningar og samstarf.

„Einnig verð ég ævinlega þakklátur aðdáendum hljómsveitarinnar fyrir að hafa tekið mér opnum örmum og fyrir allar stundirnar og vináttu sem ég mun búa að um ókomna tíð. Sjáumst svo sem oftast á tónleikum með DIMMU!“

Í gær birti Birgir færslu á Facebook þar sem hann gaf til kynna að hann væri að skoða nýtt hlutverk meðfram forstjórastarfinu. Töldu margir sjá í gegnum orð hans að hann væri aftur að setjast við trommusettið með DIMMU.

„Vegna þess að mörg hafa spurt mig þá er rétt að upplýsa að ég fékk símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk (meðfram starfi hjá Play), hlutverk sem margir myndu segja að væri jafnvel ekki nýtt fyrir mig. Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum. Lifið heil og góðar stundir, því þessar stundir eiga að vera góðar…#ljotirkallar„

Í morgun birti DIMMA síðan myndbandið hér fyrir neðan.

Stuttu seinna sagði Birgir í færslu á Facebook: „Lífið er skrítið og fallegt. Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!“

Velkominn aftur Birgir! Takk fyrir okkur Egill Örn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Margir telja að Ísrael muni hreinlega vinna Eurovision – Hvað gerist þá á næsta ári?

Margir telja að Ísrael muni hreinlega vinna Eurovision – Hvað gerist þá á næsta ári?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kidda var loks send í myndatöku þegar hún vaknaði í blóðpolli – „Viljið þið hjálpa mér? Það er eitthvað að“

Kidda var loks send í myndatöku þegar hún vaknaði í blóðpolli – „Viljið þið hjálpa mér? Það er eitthvað að“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er það eina sem pirrar hana við eiginmanninn – „Þú ert að eyðileggja daginn minn“

Þetta er það eina sem pirrar hana við eiginmanninn – „Þú ert að eyðileggja daginn minn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nektin allsráðandi á Met Gala – Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nektin allsráðandi á Met Gala – Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið