fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Sá rándýri keyrði á sjónvarpsstjörnu sem viðbeinsbrotnaði: Fékk að keyra heim – ,,Heppinn að vera á lífi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansi óheppilegt atvik átti sér stað á dögunum sem tengdist sjónvarpsstjörnunni Dean Gaffney sem og varnarmanninum Wesley Fofana.

Fofana er leikmaður Chelsea á Englandi en hann hefur glímt við meiðsli í dágóðan tíma og hefur lítið spilað.

Fofana kostaði Chelsea 70 milljónir punda á sínum tíma en hann var áður leikmaður Leicester City og stóð sig vel.

Frakkinn lenti í því að keyra á Gaffney fyrir utan skemmtistað í London sem varð til þess að leikarinn viðbeinsbrotnaði.

Gaffney er 45 ára gamall og er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum EastEnders en hefur einnig látið sjá sig í raunveruleikaþáttum.

Lögreglan mætti á staðinn stuttu seinna en Fofana fékk að keyra heim og var ekki talinn sekur í árekstrinum.

Gaffney áttaði sig ekki á því hver bílstjórinn væri fyrr en seinna en vinur hans hafði þetta að segja í samtali við enska miðla.

,,Þetta var ljótt slys og Dean vill meina að hann sé heppinn að vera á lífi,“ er haft eftir vini leikarans.

,,Hann var að reyna að komast í leigubíl þegar Lamborghini bifreiðin keyrði á hann sem varð til þess að hann féll til jarðar.“

,,Hann áttaði sig ekki á hver bílstjórinn væri til að byrja með en var sagt það skömmu seinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með