Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.
Farið var yfir tíu mest lesnu fréttir ársins á 433.is.
„Gylfi Þór Sigurðsson var áberandi,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson.
433.is var leiðandi í umfjöllun þegar kom að endurkomu Gylfa, hann veitti okkur fyrsta viðtalið sitt og þá var viðtal við lögmann hans sem vakti mikla athygli.
„Þetta fyrsta viðtal sem Gylfi veitir eftir að hann var laus og samdi við Lyngby, fólk hafði áhuga á því. Hann var fréttapunktur ársins,“ sagði Hörður Snævar.
Umræða um þetta og allar fréttirnar má sjá í spilaranum.