fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Býr hálft árið á skemmtiferðaskipi – Næstum því frítt!

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að búa á skemmtiferðaskipi löngum stundum hljómar eins og draumur í dós og við höfum áður skrifað um fólk sem hefur valið slíka búsetu fram yfir aðra og greitt fyrir. 

Christine Kesteloo er ein af þeim sem kýs þennan lífstíl, hálft árið, og hún nær að gera það næstum frítt. Af hverju? Jú eiginmaðurinn er yfirmaður á einu slíku skipi, en hann starfar hjá Holland America Line þar sem hann stjórnar verkfræðideildinni.

Hjónin saman

Kesteloo hefur búið á skipinu að hluta til allt frá árinu 2012. „Árið 2020 hætti ég að vinna í skemmtiferðaskipabransanum og fór að vinna fyrir sjálfa mig. Árið 2021 byrjaði ég að sigla sem maki um borð með manninum mínum og við erum þrjá mánuði á skipinu og síðan í landi aðra þrjá mánuði,“ segir Kesteloo á TikTok.

Þar kemur fram að hún ferðast næstum frítt um borð. „Ég bý ekki um rúmið mitt, þríf eða þarf að þvo þvott eða borga fyrir mat eða venjuleg heimilistæki,“ segir Kesteloo sem þarf ekki að greiða fyrir mat, en borgar helming fyrir gos og aðra drykki.

Hún fær einnig afslátt af kostnaði við Netið, og í verslun og heilsulindum skipsins.

Í samtali við Newsweek segir hún að hún fái aðgang að mörgum stöðum sem aðeins eru fyrir áhöfnina, eins áhafnarbarnum, líkamsræktarstöðinni og helstu áhafnarsvæðum vegna þess að hún er eiginkona áhafnarmeðlims.

Þetta hljómar næstum oft gott til að vera satt, en á móti kemur að Kesteloo þarf að fara eftir ýmsum reglum sem gestir þurfa ekki að fylgja. Hún má ekki stunda fjárhættuspil um borð og má ekki nota spilakassana. „Vegna þess að það myndi líta svolítið undarlega út ef ég, sem eiginkona yfirverkfræðingsins, myndi vinna stóran gullpott.“

Þau hjónin þurfa einnig að hlíta þeirra reglu að mæta á tilskyldum tíma um borð, því skipið siglir á tilskyldum tíma. „Nei, þeir bíða eftir okkur,“ segir hún, „og ef maðurinn minn missir af skipinu, þá tekur einhver annar við hans hlutverki um borð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Í gær

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“