fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Skortur á skotfærum er stærra vandamál fyrir Úkraínu en skortur á orustuþotum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 18:00

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandamenn Úkraínumanna eiga í vandræðum með að útvega nægilega mikið af skotfærum fyrir úkraínska herinn. Staðan er þannig að hermenn í fremstu víglínu verða nú að búa við skömmtun á skotfærum.

Stærsta vandamál úkraínska hersins þessa dagana er hvorki skortur á skriðdrekum eða orustuþotum. Það er skortur á skotfærum sem er stærsti vandinn.

Þetta segja Úkraínumenn sjálfir og NATO og stærstu gefendur vopna og skotfæra til Úkraínu. Þar eru Bandaríkin í fararbroddi.

Vopnaframleiðendur í þeim löndum sem styðja Úkraínu hafa einfaldlega ekki undan við að framleiða skotfæri.

Gustav Gressel, hernaðarsérfræðingur, sagði í samtali við ZDF sjónvarpsstöðina að frá því að pöntun er lögð fram um einföld skotfæri geti auðveldlega liðið ár þar til kaupandinn fær þau afhent. Hvað varðar þróaðri vopn eins og flugskeyti og hitaleitandi sprengjur geti jafnvel liðið enn lengri tími.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði nýlega að Vesturlönd eigi á hættu að verða uppiskroppa með skotfæri til að senda Úkraínu ef ekki verður hert á framleiðslunni. Hann sagði að Pútín sé að undirbúa nýjar sóknir og af þeim sökum sé enn mikilvægara að auka stuðninginn við Úkraínu, ekki síst með skotfærum og aukinni framleiðslu í vopnaiðnaðinum.

NATO segir að úkraínski herinn skjóti um 5.000 fallbyssukúlum á sólarhring og hafi farið upp í allt að 7.000. Þetta er svipað magn og lítil NATO-ríki eru með á lager á friðartímum.

Talið er að Rússar skjóti allt að 20.000 fallbyssukúlum á sólarhring í tilraunum sínum við að rjúfa úkraínsku varnarlínurnar við Bakhmut og annars staðar.

Þýska varnarmálaráðuneytið segir að Úkraínumenn noti jafnmikið af skotfærum á dag og þýskir vopnaframleiðendur framleiða á hálfu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“