fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Óvænti hluturinn sem flugfreyja tekur með í öll ferðalög

Fókus
Laugardaginn 19. nóvember 2022 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að því að pakka fyrir ferðalag gera fáir það jafn vel og flugmenn og flugfreyjur.

Flugfreyjur nefna litlu hlutina sem þær ferðast ekki án, hluti sem einfalda lífið og gætu komið þér á óvart.

Þær koma með ráðin í þræði á Reddit þar sem ný flugfreyja bað reyndari samstarfsmenn um að nefna hvaða hluti þeir taka með sér í öll ferðalög.

Sum svörin voru fyrirsjáanleg, eins og hleðslubanki og hleðslutæki, en önnur voru mun áhugaverðari.

Sjá einnig: Flugfreyja segir að þetta eigi farþegar aldrei að gera um borð í flugvél

Ein flugfreyja sagðist aldrei ferðast án þess að taka með sér „ofurlím“ (e. superglue) – því þú veist aldrei hvort þú þarft skyndilega að laga eitthvað.

„Ég tek alltaf ofurlím með mér. Það endist mun betur og lengur en maður myndi halda. Ég límdi eitt sinn heilan sóla aftur á skó og það entist það sem eftir var af ferðinni í Kanada – yfir veturinn,“ sagði hún.

Önnur flugfreyja mælti með að taka með uppáhalds sósuna sína. „Hot sauce, það gerir allan mat betri,“ sagði hún.

Nokkrar ráðlögðu nýju flugfreyjunni að taka með sér uppáhalds snarlið sitt að heiman.

Sjá einnig: Flugfreyja afhjúpar ýmis leyndarmál – Þess vegna áttu alls ekki að drekka kaffi um borð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“