fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Sauð upp úr á bílastæði í Borgarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. október 2022 17:30

Frá Borgarnesi. Mynd: Pjetur Sigurðsson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgnesingur um fertugt hefur verið sakfelldur fyrir dómi að honum fjarstöddum, vegna líkamsárásar á konu á bílastæði, þann 30. desember árið 2021.

Dómur yfir manninum var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands þann 18. október síðastliðinn. Í ákæru er manninum gefin að sök „líkamsárás, með því að hafa fimmtudaginn 30. desember 2021, á bifreiðarstæði skammt frá … í …, veist að A…, kt. …, og slegið hana í andlitið, með þeim afleiðingum að A… hlaut væga yfirborðsáverka vinstra megin í andliti, eymsli alla vinstri kinn, eymsli vinstra megin á kjálka og á gagnaugasvæði að nefrótum vinstra megin,“ eins og segir í texta ákæru.

Í dómnum kemur fram að manninum var birt fyrirkall og ákæra en hann lét ekki sjá sig fyrir dómi og var hann dæmdur að honum fjarstöddum. Ennfremur kemur fram að maðurinn er með hreint sakavottorð, eða var með það fram að þessum dómi.

Niðurstaða dómsins er 30 daga skilorðsbundið fangelsi yfir manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“