fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Lengjudeildin: Svakalegt fjör í viðureignum kvöldsins – 24 mörk í fimm leikjum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram svakalegir leikir í Lengjudeild karla í kvöld og vantaði svo sannarlega ekki upp á fjörið en 24 mörk voru skoruð í fimm leikjum.

Sjö marka leikur fór fram í Grafarvogi þar sem Fjölnir vann Grindavík 4-3 eftir að hafa lent 2-0 undir.

Hans Viktor Guðmundsson skoraði tvö fyrir Fjölni sem er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig.

Fylkir er nú á toppnum með 39 stig eftir annan sjö marka leik sem fór fram í kvöld gegn Selfoss.

Fylkir vann þá viðureign einnig 4-3 og fer yfir HK í töflunni og er með tveggja stiga forskot á toppnum.

Kórdrengir burstuðu lið Vestra 4-0 á heimavelli og bjarga sér í raun algjörlega frá falli með sigrinum. Liðið er með 21 stig, tíu stigum frá KV sem er í 11. sætinu.

KV tapaði 4-1 gegn Aftureldingu í kvöld og Grótta vann þá botnlið Þróttar Vogum 1-0 á útivelli.

Þróttur þyrfti að vinna alla sína fimm leiki sem eru eftir til að eiga einhvern möguleika á að halda sér uppi.

Fjölnir 4 – 3 Grindavík
0-1 Kenan Turudija (‘6)
0-2 Aron Jóhannsson (‘8)
1-2 Dofri Snorrason (’10)
2-2 Hans Viktor Guðmundsson (’31)
2-3 Kristófer Páll Viðarsson (’59)
3-3 Viktor Andri Hafþórsson (’66)
4-3 Hans Viktor Guðmundsson (’69)

Fylkir 4 – 3 Selfoss
1-0 Emil Ásmundsson (‘4)
2-0 Birkir Eyþórsson (’41)
3-0 Emil Ásmundsson (’45)
3-1 Gary Martin (’47)
3-2 Valdimar Jóhannsson (’60)
4-2 Birkir Eyþórsson (’63)
4-3 Hrvoje Tokic (’90, víti)

Þróttur V. 0 – 1 Grótta
0-1 Luke Rae (’29)

Kórdrengir 4 – 0 Vestri
1-0 Arnleifur Hjörleifsson (‘5)
2-0 Morten Hansen (’24)
3-0 Loic Mbang Ondo (’71, víti)
4-0 Bjarki Björn Gunnarsson (’86, víti)

Afturelding 4 – 1 KV
1-0 Marciano Aziz (’36)
2-0 Marciano Aziz (’60, víti)
3-0 Javier Robles (’66)
3-1 Askur Jóhannsson (’80)
4-1 Marciano Aziz (’92)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland vann og tryggði efsta sætið

Ísland vann og tryggði efsta sætið