fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Dularfulla ferðatöskumálið vindur upp á sig – Tvö barnslík fundust

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 06:59

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Nýja-Sjálandi er nú með dularfullt morðmál til rannsóknar. Málið snýst um tvö barnslík sem fundust í ferðatöskum sem fjölskylda ein, sem býr í Auckland, keypti á uppboði nýlega.

DV skýrði frá málinu í gær en þá hafði lögreglan aðeins skýrt frá því að líkamsleifar hefðu fundist í ferðatösku og hafði ekki getið neitt um að um barnslík væri að ræða og hvað þá tvö.

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Nýsjálenskir fjölmiðlar skýra frá því í dag að um tvö barnslík sé að ræða. Þetta séu lík barna á grunnskólaaldri.

Fjölskyldan, sem keypti töskurnar, keypti fulla kerru af hlutum á uppboði í geymsluhúsnæði og hafði ekki hugmynd um hvað var í töskunum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en heim var komið. Á uppboðinu voru seldir munir úr geymslum sem leiga hafði ekki verið greidd fyrir í einhvern tíma.

Fjölskyldan er ekki grunuð um að tengjast láti barnanna á neinn hátt.

RNZ hefur eftir Tofilau Faamanuia Vaaelua, sem stýrir rannsókn lögreglunnar, að líklega hafi líkin verið í geymslunni í mörg ár. Hann sagði að ekki sé reiknað með að upptökur úr eftirlitsmyndavélum muni koma að gagni við rannsóknina því svo langur tími hafi liðið frá dauða barnanna þar til líkin fundust. Líklega sé búið að eyða upptökum úr geymsluhúsnæðinu frá þessum tíma.

Hann sagði að réttarmeinafræðingar hafi átt í erfiðleikum með að bera kennsl á börnin en talið sé að þau hafi verið á aldrinum 5 til 10 ára. Lík þeirra voru í tveimur ferðatöskum, svipuðum að stærð.

Vaaelua sagði að þrátt fyrir að lögreglan standi frammi fyrir erfiðri rannsókn muni hún ekki leggja árar í bát og muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að hafa uppi á þeim sem ber eða bera ábyrgð á dauða barnanna. Rannsóknin sé á frumstigi og mörgum spurningum sé ósvarað.

Hann sagði að lögreglan njóti aðstoðar Alþjóðalögreglunnar Interpol við rannsóknina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau