fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrum íbúar á Bræðraborgarstíg 1 krefja Kristin Jón um 324 milljónir í bætur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 09:26

Frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg sumarið 2020. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi íbúar á Bræðraborgarstíg 1 og fjölskyldur þeirra sem létust í eldsvoðanum í húsinu sumarið 2020 krefja Kristin Jón Gíslason, eiganda hússins og HD Verks, um samtals rúmlega 324 milljónir króna í bætur. Þrír létust í eldsvoðanum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fólkið hafi stefnt Kristni og telji sannað að hann hafi valdið þeim tjóni þar sem húsið uppfyllti ekki kröfur um brunavarnir, eldvarnir og eldvarnareftirlit. Vísa stefnendur í matsgerð Guðmundar Gunnarssonar byggingarverkfræðings og skýrslur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) máli sínu til stuðnings.

Kröfurnar á hendur Kristni eru allt frá fjórum milljónum upp í tæplega 30 milljónir en samtals nema þær rétt rúmlega 324 milljónum króna auk vaxta.

Fréttablaðið segir að í stefnunni komi fram að sex fyrrverandi íbúar hafi orðið fyrir varanlegri örorku. Tveir krefjast þjáningarbóta. Allt hefur fólkið þurft að leita til sálfræðings eða geðlæknis vegna andlegrar heilsu sinnar eftir eldsvoðann.

Guðmundur vann einnig minnisblað fyrir lögmann Kristins. Í því segir að skýrsla HMS sé lituð af afleiðingum eldsvoðans en ekki reglum um brunavarnir. „Þegar hús, sem byggt er árið 1906 og er að miklu leyti með þeim byggingarmáta sem þá var í gildi er skoðað eftir byggingarreglugerðinni sem var í gildi á árinu 2000, sést að til þess að uppfylla þá reglugerð þarf nánast að endurbyggja húsið,“ segir í minnisblaðinu.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Fréttablaðsins.

Uppfært klukkan 10.40

Skúli Sveinsson, lögmaður hjá Lögvernd og lögmaður Kristins Jóns, hafði samband við DV og sagði að Fréttablaðið fari ekki rétt með upphæð bótakröfunnar sem sett er fram í málinu. Bótakröfurnar séu upp á um 175 milljónir. Hann sagði að svo virðist sem Fréttablaðið hafi bætt kyrrsetningu við þá upphæð og þaðan sé 324 milljóna króna talan komin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn