fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

„Það er eins gott að stuðningsmenn KA og Þórs láti vita í kjörklefanum“

433
Laugardaginn 26. febrúar 2022 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurr gervigrös voru til umræðu í Íþróttavikan með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar og fyrrum ritstjóri Fótbolta.net, mætti í settið ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og fóru yfir gervigrösin á Íslandi sem sum hver eru skraufþurr og óboðleg, jafnvel í bumbubolta.

„Það þarf að hætta að horfa á ár þegar kemur að því að skipta um gervigrös heldur notkun. Þetta er í notkun frá morgni til kvölds.“

Hann bendir á að viðhaldið sé ekki gott. „Það er ekki vökvað og það er lélegt viðhald. Með því að vökva færðu hraðari og skemmtilegri leik og minnkar líkurnar að menn festist í grasinu.

Það er enginn mannvirki notuð af jafn mörgum í jafn langan tíma á árinu og gervigrös. Ef þetta er ekki í notkun á æfingum þá eru krakkarnir að leika sér alltaf og svo bumbuboltinn á kvöldin. Þetta byrjar á morgnanna og er í notkun allan sólahring.

Að vera með gervigras, þá þarf að skipta um það reglulega til að halda gæðunum og minnka slysahættu,“ segir Magnús.
Hörður benti á að oft sé ákvörðun tekin um gervigrös af pólitíkusum. „Ég fer inn í Fífuna nokkrum sinnum í viku með dóttur mína og það er krakki á hverjum einasta sentimetri á vellinum. KSÍ þarf að herða regluverkið og það þarf að vera meira eftirlit frá knattspyrnuhreyfingunni þannig höllunum yrði þá hreinlega lokað eða það væru einhver viðurlög að vera með óboðlegar aðstæður.

Það er eins gott að stuðningsmenn KA og Þórs láti vita í kjörklefanum, það eru kosningar í maí, að setja pressu á fólkið sem ræður bænum að rífa sig í gang.“

Nánari umræðu um slysagildrurnar á skraufþurru gervigrasi má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Í gær

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“