fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Jeppe er 12 ára og yngsta dragdrottning Danmerkur – Kippir sér ekki upp við að vera kallaður „hún“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 18:00

Jeppe í fullum skrúða. Skjáskot/DR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeppe Gammelby er 12 ára danskur strákur. Hann er í sjötta bekk og á sér þann draum stærstan að verða atvinnudragdrottning. Hann á sér nú þegar sitt eigið hliðarsjálf, Roberta, sem ólíkt hinum feimna Jeppe er hávær og sjálfsörugg.

Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd Danska ríkissjónvarpsins „Danmarks yngste Dragqueen“ (Yngsta dragdrottning Danmerkur).

Foreldrar Jeppe styðja hann í þessu en eru um leið meðvituð um að ýmsar áskoranir geti fylgt því að skera sig svona úr fjöldanum. „Það eru alltaf þessar áhyggjur af að honum verði strítt,“ segir móðir hans, Hanne Gammelby.

Jeppe er ekki í neinum vafa um að hann sé strákur en kippir sér ekki upp við að vera kallaður „hún“ öðru hvoru.

Jeppe að máta kjóla. Skjáskot/DR

En það eru ekki allir sem eiga jafn auðvelt með að taka því eins og Jeppe. Hjá BørneTelefonen, sem er þjónusta sem börn og ungmenni geta hringt í til að leita ráða, fer ekki fram hjá starfsfólkinu að kynvitund og kynhneigð er eitthvað sem börn og ungmenni hugsa mikið um. Frá 2019 og fram á þetta ár bárust rúmlega 4.000 símtöl um þessi málefni.

Oft er það óöryggi um að tilheyra minnihlutahópi og áhyggjur af að þurfa að segja umheiminum frá því sem börnin hafa áhyggjur af. „Í mörgum af þessum samtölum eru miklar tilfinningar í spilinu. Margir eru hræddir um að þeir séu ekki „eðlilegir“ og hafa miklar áhyggjur af að verða ekki „viðurkenndir“,“ sagði Ida Hilario Jønsson, ráðgjafi hjá Børns Vilkår.

Líður illa

Það eru börn og ungmenni á öllum aldri sem hringja í BørneTelefonen með spurningar um kynvitund og kynhneigð en í aldurshópnum 13 til 15 ára er hærra hlutfall innhringjenda sem hringir með spurningar og annað varðandi kynhneigð.

Hvað varðar símtöl varðandi kynvitund þá er naumur meirihluti þeirra símtala frá 18 ára og eldri.

Jeppe segir skólasystkinum sínum frá áhugamáli sínu. Skjáskot/DR

Einnig snúast mörg símtöl um vanlíðan barnanna og ungmennanna. Sjálfsvígshugsanir, einmanaleiki og það að skaða sjálfan sig eru meðal þeirra efna sem rædd eru.

Góðu tíðindin eru að sögn starfsfólks BørneTelefonen að efni á borð við kynvitund og kynhneigð eru ekki eins viðkvæm og fyrir nokkrum árum.

Jeppe og framtíðin

Víkjum þá aftur að Jeppe sem hlakkar til að koma fram í fullum skrúða dragdrottningar í jólakabarett. Það er Tinus de Schundard, einn helsti draglistamaður Danmerkur og helsta átrúnaðargoð Jeppe, sem stendur fyrir kabarettinum.

Í huga Jeppe er það að fara í gervi dragdrottningar leikur sem hann hættir kannski að leika dag einn. „Við getum ekki horft í kristalskúlu. Kannski verður hann ekki eins heillaður af dragi eftir fjögur ár. Kannski vill hann frekar spila á túbu þá. Þá verðum við að kaupa túbu handa honum. Þetta snýst um að styðja hann í því sem hann vill gera. Ef við gerum það ekki, hver gerir það þá?“ sagði Allan Gammelby, faðir hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi