fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

NASA frestar mönnuðum geimferðum til 2025

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 21:00

Hér sést Neil Armstrong á tunglinu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagadeilur og önnur vandamál gera að verkum að bandaríska geimferðastofnunin NASA verður að bíða með að senda fólk til tunglsins. Stefnt hafði verið að því að senda fólk til tunglsins árið 2024 en nú er gert ráð fyrir að það gerist ekki fyrr en 2025.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá NASA. Áætlunin um að senda fólk til tunglsins 2024 var tekin á valdatíma Donald Trump en hann ákvað að aftur yrði farið að senda fólk til tunglsins og að það yrði hluti af Artemis-áætluninni.

Þessar ferðir eru taldar mikilvægt skref í áætlunum um að senda fólk til Mars.

En frá því að Artemis-áætlunin var kynnt til sögunnar hafa ýmis vandamál komið upp sem hafa nú orðið til að henni seinkar. Meðal annars er þetta óeining um hvaða geimfar á að flytja geimfarana til tunglsins.

Jeff Bezos, stofnandi Amazon netverslunarinnar, höfðaði mál gegn NASA eftir að geimferðafyrirtæki hans, Blue Origin, tapaði kapphlaupinu um að smíða geimfar fyrir tunglferðirnar. Það var SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, sem hafði betur. NASA hafði sigur í málinu í síðustu viku.

Bill Nelson, forstjóri NASA, segir að málshöfðunin hafi seinkað verkefninu um tæplega sjö mánuði og því verði væntanlega ekki hægt að senda fólk til tunglsins fyrr en 2025. Vegna málshöfðunarinnar mátti NASA ekki vera í neinum samskiptum við SpaceX og því gerðist lítið sem ekkert á meðan.

NASA reiknar með að senda ómannað geimfar til tunglsins í febrúar á næsta ári. Mönnuð geimferð er á dagskrá 2024 en þá verður farið í hringflug um tunglið. Fólk hefur ekki stigið fæti á tunglið síðan 1972 þegar Apollo 17 lenti þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“