fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Segir að Þjóðverjar verði að búa sig undir sóttvarnaaðgerðir í vetur vegna slælegrar þátttöku í bólusetningu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 16:00

Grímuskyldu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti vetur kemst líklegast í sögubækurnar í Þýskalandi og víðar fyrir að vera einn sá leiðinlegasti í sögunni. Ástæðan er sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en þær settu svo sannarlega mark sitt á daglegt líf. En Þjóðverjar verða að búa sig undir hertar sóttvarnaaðgerðir þegar vetrar.

Þetta sagði Christian Drosten, yfirfarsóttafræðingur Charité háskólasjúkrahússins í Berlín, fyrir helgi. Ástæðan er slæleg þátttaka Þjóðverja í bólusetningu gegn kórónuveirunni.

„Með þetta bólusetningarhlutfall getum við ekki farið inn í haustið. Þetta dugir ekki,“ sagði hann á útvarpsstöðinni Deutschlandfunk.

61% Þjóðverja hafa lokið bólusetningu en það dugir ekki til að gera út af við faraldurinn sagði Drosten og sagði að hlutfallið verði að ná upp í um 90%. Hann sagðist því sjá fyrir sér að Þjóðverjar verði að byrja að stunda félagsforðun aftur í október og verði þá að fækka þeim sem þeir hafa samskipti við um 10%. Í nóvember verði þeir síðan að fækka um 30% í þessum hópi.

Ástæðan fyrir lítilli þátttöku í bólusetningum er að töluverðra efasemda gætir um þær og þá sérstaklega í austurhluta landsins, fyrrum Austur-Þýskalandi. Má nefna að í Sachsen hafa 52% lokið bólusetningu en sums staðar er hlutfallið aðeins 41%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina