fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Bjuggu til fóstur nær útdauðrar nashyrningategundar með sæði dauðra karldýra

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. ágúst 2021 07:30

Fatu og Najin fá að éta ásamt Tauwo sem er af ætt suðlægra hvítra nashyrninga. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að norðlægir hvítir nashyrningar séu við það að deyja út en aðeins tvö kvendýr eru eftir á lífi. Þau eru á friðuðu svæði, Ol Pejeta, í Kenýa þar sem vopnaðir verðir gæta þeirra. Nú hafa vonir vaknað um að hugsanlega verði hægt að bjarga tegundinni frá útrýmingu.

Í síðustu viku skýrðu vísindamenn frá því að þeim hefði tekist að búa til þrjú ný fóstur af þessari tegund og eru þau nú orðin tólf. Þar sem bæði dýrin, sem enn lifa, eru kvendýr var þetta erfiðara en ella en með því að nota sæði úr tveimur dauðum karldýrum tókst að frjóvga egg úr kvendýrinu Fatu. Sæðið var fryst þegar karldýrin drápust.

Það voru ítalskir vísindamenn sem frjóvguðu eggin en bæði egg og sæði voru flutt á rannsóknarstofu á Ítalíu.

En þó búið sé að frjóvga eggin þá er enn langt í land með að afkvæmin líti dagsins ljós og það gerir verkefnið ekki auðveldara að hvorki Fatu, né móðir hennar Najin, geta gengið með fóstrin. Af þeim sökum verður þeim komið fyrir í náskyldum ættingjum þeirra, suðlægum hvítum nashyrningum, en um 18.000 dýr eru lifandi af þeirri tegund.

Richard Vigne, forstjóri Ol Pejeta, segist hafa trú á verkefninu en dregur ekki dul á að mikið sé í húfi. „Enginn lætur sem þetta verði auðvelt. Við gerum hluti sem eru nýir út frá vísindalegu sjónarmiði og við vinnum með erfðaefni þeirra tveggja dýra af þessari tegund sem enn eru lifandi. Það er margt sem getur farið úrskeiðis. Ég held að allir skilji hvaða áskoranir bíða okkar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Í gær

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið