fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Hryllileg harmsaga – 20 ára móðir pyntuð til dauða fyrir framan unga dóttur sína og eiginmann

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Caroline Crouch, 20 ára móðir frá Bretlandi, var pyntuð til dauða fyrir framan 11 mánaða gamla dóttur sína og Charalambos Anagnostopoulos, eiginmann hennar, af þremur mönnum sem brutust inn á heimili hennar í Grikklandi. The Sun fjallaði um málið.

Mennirnir brutust inn á heimili þeirra klukkan 5 um nóttina og bundu eiginmanninn fastan áður en þeir pyntuðu Caroline til dauða. Charalambos, sem er 32 ára gamall, lifði árásina af en hann segir árásarmennina hafa komist undan með peninga og skartgripi. Mennirnir eru sagðir hafa tekið peninga og skartgripi að andvirði 2,3 milljóna í íslenskum krónum. Þá drápu mennirnir einnig hund fjölskyldunnar og létu hræ hundsins hanga af svölunum á húsinu.

Charalambos horfði á mennina pynda eiginkonu sína en þeir vildu komast að því hvar peningar og önnur verðmæti væru í húsinu. „Ég sá þrjá hettuklædda menn. Einn var hávaxinn. Þeir öskruðu og hótuðu á bjagaðri grísku,“ er maðurinn sagður hafa sagt við lögregluna. „Þeir bundu mig niður á stól og réðust svo á eiginkonuna mína.“

Eins og fyrr segir var 11 mánaða gömul dóttir þeirra einnig viðstödd en samkvæmt upplýsingum fjölmiðla á meginlandinu fannst barnið grátandi við hliðina á líki móður sinnar.

„Það virðist vera sem konan hafi verið kyrkt af mönnunum,“ segir yfirmaður lögreglunnar á svæðinu í samtali við The Times. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu krufningarinnar en þá getum við séð hvort eða hvað var einnig gert við hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun