fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fókus

Alma: „Ég hef verið kölluð frík“

Alma missti báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum í kjölfar veikinda – Á orðið safn af óviðeigandi ummælum frá stefnumótum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. janúar 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Ýr Ingólfsdóttir var á átjánda ári þegar hún veiktist alvarlega af heilahimnubólgu sem varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur, rétt fyrir neðan hné, og framan af níu fingrum.

Hún segir eðlilegt að fólk stari á eitthvað sem það er ekki vant að sjá og því sé ekki óeðlilegt að fatlað fólk mæti starandi augum til dæmis í sundi. Hún bendir jafnframt á að þetta sé eitthvað sem samfélagið geti breytt. Ef fatlað fólk væri meira áberandi, til dæmis í auglýsingum, þá væri það ekki jafn framandi í augum annarra. Hún tekur sem dæmi auglýsingu frá snyrtivörufyrirtækinu Dove, sem einsetti sér að fagna fjölbreytileikanum með konum af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi kynþáttum. Alls konar konum, nema fötluðum.

Kokteilahandbókin

„Það er líka staðreynd að fatlaðar konur þykja ekki vera kynverur. Þær þykja ekki fallegar eða aðlaðandi. Þær passa ekki inn í þetta svokallaða norm. Þetta er mjög þreytandi,“ segir Alma. Hún viðurkennir að vissulega spái hún stundum í þetta hvað hana sjálfa varðar. „Ég sé til dæmis aldrei konur sem eru eins og ég auglýsa falleg nærföt. Auðvitað hugsa ég stundum: „Já, þetta hlýtur að vera rétt, ég hlýt að vera eitthvert ógeð. Ég hlýt að vera bara frík, eins og var einu sinni sagt við mig.“
Ef við sæjum oftar fólk sem fellur ekki undir það sem við skilgreinum sem norm, þá myndum við kannski hætta að hugsa svona – að maður sé ógeðslegur, frík eða ekki aðlaðandi,“ segir Alma en hún á orðið gott safn óviðeigandi ummæla sem karlmenn hafa látið falla á stefnumótum í gegnum tíðina. Hún kallar safnið Kokteilhandbókina sína, sem er lýsandi fyrir hennar léttu lund og gamansömu sýn á lífið.

Sögð villa á sér heimildir

„Þetta hefur verið að gerast snemma í stefnumótaferlinu. Þetta eru sem betur fer ekki menn sem ég hef átt í sambandi við. Ég hef verið kölluð frík. Sögð algjör tímasóun. Sögð hafa ráðskast með tilfinningar manns, hafa logið, fyrir að hafa ekki opinberað mig strax. En af hverju ætti ég að gera það? Þetta skilgreinir mig ekki sem persónu. Ekki frekar en gleraugu gera fyrir þá sem stundum nota linsur og villa þannig á sér heimildir. Mér var einu sinni sagt að ég skyldi ekki halda að ég væri eitthvað merkilegri. Ég var líka einu sinni spurð að því hvort börnin mín myndu fæðast án fóta, ef ég eignaðist börn. „Þú sagðist vera 1,72 sentimetrar á hæð, hvernig geturðu verið það?“ var einu sinni sagt við mig. Það var svolítið gott líka. Fólk virðist halda að það megi segja hvað sem er við mann ef maður er fatlaður. En þegar fólk segir svona þá er það greinilega bara útlitið sem það sækist eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí