fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Hinn umdeildi umboðsmaður svarar fyrir sig – „Þetta er algjör hrossaskítur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sagi bara mína skoðun, ég ætlaði ekki að skapa nein vandamál,“ segir Mino Raiola um ummæli sín frá því í desember, degi fyrir mikilvægan leik Manchester United í Meistaradeildinni kom Raiola fram og sagði að Paul Pogba vildi losna sem fyrst frá félaginu.

Ummæli Raiola vöktu athygli, ekki fyrir þá staðreynd að Pogba vildi fara enda hefur það lengi verið vitað. Heldur var það tímasetning þeirra sem vakti mikla reiði hjá stuðningsmönnum Manchester United.

„Þetta var bara mjög einföld skoðun, ég held að þetta hafi ekki truflað neitt því liðið fór á flug eftir þetta. Þeir voru efstir í deildinni um stund, þetta er algjör hrossaskítur.“

„Haldið þið að stórstjarna eins og Pogba og Ole Gunnar Solskjær sem hefur unnið allt á ferlinum, fari á taugum við ummæli frá Mino Raiola?“

„Ef ég hefði þessi svakalegu völd þá myndi ég stjórna FIFA, það er á hreinu,“ sagði Raiola en ætla má að Pogba fari frá United í sumar. Samningur Pogba við United rennur út sumarið 2022 og ef félagið ætlar ekki að missa hann frítt þá þarf að selja hann í sumar.

„Ég ætla ekkert að ræða þetta meira, það er ekki rétt að ræða markaðinn núna. Það gerir lífið vissulega aðeins leiðinlegra en þannig er það.“

„Um leið og ég segi mína þá skoðun þá fá allir brjálæðiskast á Englandi. Ég er versti umboðsmaðurinn eða sá besti. Félög fara á taugum þegar stuðningsmenn pirrast og blaðamenn. Ég hef því lært að tala aðeins minna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl