fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Oliver Heiðarsson riftir samningi sínum við Þrótt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. desember 2020 15:08

Mynd/Þróttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Heiðarsson hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Þrótt og hefur hann tilkynnt félaginu um ákvörðun sína. Þetta herma heimildir 433.is

Þessi 19 ára sóknarmaður vakti talsverða athygli fyrir framgöngu sína með Þrótti í sumar, liðið var á barmi þess að falla úr Lengjudeildinni þegar mótið var flautað af vegna kórónuveirunnar.

Oliver skoraði fjögur mörk í 19 leikjum með Þrótti í sumar en um var að ræða hans fyrsta heila tímabil í meistaraflokki.

Ákvæðið sem Oliver var með í samningi sínum tók gildi nú í desember. Ólafur Kjartansson sem situr í stjórn knattspyrnudeildar Þróttar gat ekki svarað fyrir málið er eftir því var leitað.

Oliver ólst upp á Englandi en hann á ekki langt að sækja hæfileikana, faðir hans er Heiðar Helguson. Heiðar átti afar farsælan feril á Englandi og með íslenska landsliðinu. Líkt og Oliver þá lék Heiðar með Þrótti á sínum yngri árum.

Guðlaugur Baldursson tók við þjálfun Þróttar á dögunum en félagið hefur verið að berjast við falldraug Lengjudeildarinnar, síðustu ár.

Óvíst er hvaða skref Oliver tekur nú þegar hann hefur rift samingi sínum, en fyrr í haust heyrðust sögur af áhuga liða í efstu deild á sóknarmanninum efnilega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid