fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Spaðinn úr IKEA með lágt verð á heilanum – Segir dæmi um að verslanir hækki verð fyrir Black Friday

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 14:42

Þórarinn Ævarsson Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, hefur lengi barist fyrir lægra vöruverði hérlendis og er óhræddur við að taka slaginn. Í dag rekur hann pitsastað með sinni beittu hugmyndafræði og leggur allt undir, ævisparnaðinn og húsið.

Eftirfarandi er brot úr viðtali við Þórarin í nýju helgarblaði DV 

„Ég er með lágt verð á heilanum,“ segir Þórarinn Ævarsson við blaðamann þar sem við sitjum á skrifstofu hans á pitsustaðnum Spaðanum í Kópavogi. Það vakti athygli fyrir rúmu ári þegar tilkynnt var að Þórarinn hefði sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri IKEA lausu, eftir 14 ár í starfi. IKEA hafði þó djúpstæð áhrif á hann. Bæði má merkja það af skrifstofu hans, þar sem má finna klassískar IKEA-gersemar á borð við Billy-bókahilluna sem og í hugmyndafræðinni sem hann þróaði fyrir Spaðann – einfaldleiki, lágt verð og gott samband við viðskiptavininn.

Black Friday

Í gær var svartur föstudagur, eða Black Friday. Stór afsláttardagur sem Íslendingar hafa tekið upp að bandarískri fyrirmynd. Blaðamaður kemst ekki hjá því að spyrja manninn með lága verðið á heilanum hvað honum finnst um þennan stóra tilboðsdag.

„Hugmyndafræðin með Black Friday, sem kemur frá Bandaríkjunum, er að hleypa jólaversluninni af stað. Og þar snýst þetta um það að þeir eru með takmarkað magn í verslunum af vörum á brjáluðum afslætti, jafnvel 80 prósent. Kannski með raftækjaverslun, Best buy, þeir eru kannski með 300 sjónvörp í hverri verslun sem eru á biluðum afslætti. Þetta eru alvöru afslættir. Maður hefur séð myndbönd af konum að leita sér að brúðkaupskjólum sem slást eins og þær séu komnar í hringinn.

Hér erum við búin að taka þetta og þynna þetta dálítið upp svo allt er orðið Black Friday og kannski bara 10- 30 prósenta afsláttur. Ég skil hugmyndafræðina og skil verslunarmenn sem taka alla daga sem þeir geta, Singles Day, Cyber Monday og Black Friday. En ég tel samt eðlilegra að hlutir séu seldir almennt á eðlilegu verði nema tvisvar á ári eru eldri vörur seldar á útsölu til að rýma fyrir nýjum. Það finnst mér eðlilegasta dæmið. Útsölur til að losna við lager, en ekki setja hluti sem eru í endalausri sölu á útsölu bara svo varan færist aftur á upprunalegt verð eftir útsöluna.

Ég átta mig samt á því að það er ekki meirihluti fólks sem er sammála mér í þessu, en Black Friday, þá áttu að geta gert alveg geðveik kaup en það er bara ekki á Íslandi. Hér heyrir maður jafnvel dæmi þessa að menn hafi hækkað verðin áður en Black Friday kemur til þess svo að lækka verðin enn meira á þeim degi.“

Þórarinn bendir á að ef Neytendasamtökin á Íslandi væru ekki fjársvelt, þá gætu þau betur haft eftirlit með verslunum í kringum svona tilboðsdaga til að neytendur séu ekki ginkeyptir með fölskum tilboðum.

Verstir að setja saman

Eftir fjórtán ár í IKEA hlýtur Þórarinn að vera orðinn nokkuð leikinn með IKEA-sexkantinn og í samsetningu á húsgögnum. Hann segir að vinir og vandamenn hafi nýtt sér það reglulega á meðan hann starfaði hjá IKEA og hringt í hann ef þeir lentu í samsetningarvandamálum.

„Það má segja það og prenta það að þeir sem eru verstir í því að setja saman IKEA-húsgögn eru útlærðir trésmiðir – þeir þurfa náttúrulega engar helvítis leiðbeiningar. Sem er náttúrulega kolrangt hjá þeim. Þeir meira að segja viðurkenna það. Þeim finnst þetta líta svo einfalt út, en svo eru þeir búnir og sitja uppi með sex skrúfur og fjóra tappa afgangs. En já ég hef fengið ansi mörg símtöl í gegnum tíðina.“

Þórarinn bætir við að það sé svo að í IKEA er heilt herbergi fullt af skrúfum og þess háttar hlutum úr samsetningum og þar að auki er þar forrit með öllum upprunalegum teikningum af húsgögnum. Svo þeir sem lenda í því að týna skrúfum, geta leitað til IKEA til að redda málunum.

Starfið kenndi honum margt

Þórarinn segir að starfið hjá IKEA hafi kennt honum margt. „Ég get ekki pakkað því saman í eina setningu. Það kenndi mér auðmýkt, hvort sem fólk trúir því eða ekki, en það er einn af hornsteinum IKEA. Það kenndi mér líka það, sem ég hafði reyndar líka tileinkað mér í Domino’s, að vera öðrum fyrirmynd. Hér er ég á fullu að vinna með fólkinu alla daga. Í IKEA byrjaði ég alla daga með minni hægri hönd að ganga hring um verslunina og hirða upp rusl. Þetta er eitthvað sem er feikilega mikils virði og ég er aldrei hér í jakkafötum í vinnunni og í IKEA var meira að segja bannað að vera með bindi því fötin áttu ekki að setja upp ósýnilega veggi á milli fólks heldur er enginn merkilegri en annar.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“