fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Grænlendingar fá ekki inngöngu í CONCACAF – Ógnin frá Trump hefur áhrif

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 10. júní 2025 14:30

Trump ógnar Grænlandi á margan hátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænlendingar hafa fengið neitun um að ganga í norður ameríska knattspyrnusambandið (CONCACAF). Formaður grænlenska knattspyrnusambandsins segir að ógnin frá Donald Trump og Bandaríkjunum hafi skaðað umsóknina.

Þrátt fyrir að hafa sömu stöðu gagnvart Danmörku og Færeyingar þá njóta Grænlendingar þess ekki að geta spilað knattspyrnu í stærstu alþjóðamótum eins og heimsmeistaramótinu eins og Færeyingar gera. Ástæðan er sú að Grænlendingar eiga ekki aðild að CONCACAF líkt og Færeyjar eiga aðild að UEFA.

Grænlendingar sóttu um aðild að CONCACAF í fyrra en í dag var tilkynnt að samband þeirra, KAK, hefði fengið þvert nei. Engin skýring var gefin á höfnuninni.

Að sögn formanns KAK, Kenneth Kleist, verður næsti sólarhringur nýttur til að fara yfir stöðuna og meta næstu skref.

„Þetta er ósigur fyrir lýðræði í fótbolta og sýnir að leikurinn er ekki aðgengilegur fyrir alla í þessum heimi,“ sagði Kleist. „Þetta sýnir að smærri þjóðir eiga í miklum vanda með að fá að spila undir eigin fána.“

Ógnin frá Bandaríkjunum og ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur ekki farið fram hjá neinum. En hann hefur ekki útilokað að beita hervaldi til þess að leggja eyjuna undir sig. Bandaríkin eru mjög áhrifamikil innan CONCACAF.

Kleist segir að þetta hafi að einhverju leyti valdið Grænlendingum og KAK vanda í umsóknarferlinu. Blaðamenn væru stanslaust að spyrja CONCACAF um Grænland og Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar hafi afhent Úkraínumönnum lík rússneskra hermanna í nýlegum skiptum

Segir að Rússar hafi afhent Úkraínumönnum lík rússneskra hermanna í nýlegum skiptum
Fréttir
Í gær

Guðmundur lýsir ótrúlegu þekkingarleysi: Leiðsögumaður spurði hvar allt hestakjötið væri

Guðmundur lýsir ótrúlegu þekkingarleysi: Leiðsögumaður spurði hvar allt hestakjötið væri
Fréttir
Í gær

Þjálfari fór í hart við Fimleikafélagið Björk

Þjálfari fór í hart við Fimleikafélagið Björk
Fréttir
Í gær

Brúður skotin til bana í blóðugri skotárás í Suður-Frakklandi – Árásarmenn á flótta

Brúður skotin til bana í blóðugri skotárás í Suður-Frakklandi – Árásarmenn á flótta