fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Smit innan þríeykisins – Víðir með Covid-19

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 15:30

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og einn meðlimur í „þríeykinu“ hefur greinst með Covid-19. Þetta herma heimildarmenn DV og staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra það í samtali við blaðamann.

Líkt og Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn fór Víðir í sóttkví fyrir tveim dögum í annað sinn. Sagði þá að hann hafi farið í sýnatöku og niðurstaðan verið neikvæð. Kom þar jafnframt fram að aðrir í þríeykinu, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis og Alma Möller landlæknir hafi jafnframt farið í sýnatöku ásamt fleiri samstarfsmönnum Víðis og fengið neikvæða niðurstöðu. Í september þurfti Víðir að fara í sóttkví vegna smits sem greindist í einstaklingi sem hafði verið í námunda við Víði. Var sá einstaklingur sagður mjög smitandi, og því gripið til þess að senda Víði í sóttkví.

Að sögn Jóhanns fór Víðir aftur í sýnatöku í dag og reyndist það sýni jákvætt. Hann segir Víði laus við öll einkenni Covid-19 og í ljósi neikvæðrar niðurstöðu úr prófinu á mánudag þykir ekki ástæða til þess að hans nánasta samstarfsfólk fari í sóttkví. Þeirra á meðal eru aðrir starfsmenn Ríkislögreglustjóra auk Þórólfs og Ölmu.

Víðir er einn 5.312 einstaklinga á Íslandi til þess að smitast af Covid-19 frá upphafi faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“