fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Bjarni um umræðuna og ástandið: „Vona líka að menn hætti að op­in­bera eig­in van­hæfni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 08:25

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu veltir steinum í blaði dagsins og skrifar um óábyrgan rekstur hjá mörgum knattspyrnufélögum landsins. Félögin fá á baukinn frá blaðamanninum.

„Ef það er eitt­hvað sem kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur kennt manni þá er það sú staðreynd að knatt­spyrnu­fé­lög á Íslandi í dag eru ekki rek­in með skyn­semi að leiðarljósi held­ur til­finn­ing­ar,“ skrifar Bjarni Helgason í Morgunblað dagsins.

Bjarni ræðir svo um þá reglugerð sem KSí setti fyrir mótið um að reynt yrði að klára öll mót fyrir 1 desember, vegna kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það hafa mörg félög kallað eftir því að mótið yrði blásið af og reksturinn væri erfiður. Þessi sömu félög höfðu hrúgað til sín erlendu vinnuafli.

„Nú lá það fyr­ir áður en mótið hófst að það gæti gerst að það yrði spilað til og með 1. des­em­ber. Samt keppt­ust lið við að hrúga til sín er­lend­um leik­mönn­um. Sum gengu meira að segja svo langt að lækka ís­lenska leik­menn í laun­um til þess að rýma fyr­ir er­lend­um leik­mönn­um á launa­skránni,“ segir Bjarni og setur svo fram spurningu.

„Af hverju ekki að sækja bara fjóra er­lenda leik­menn í staðinn fyr­ir fimm og gera þá ráð fyr­ir því að þeir geti all­ir klárað tíma­bilið, fari svo að það verði spilað út nóv­em­ber?“

Bjarni vonar að þeir sem hæst láta í sér heyra fari að slaka á. „Ég vona inni­lega að mótið verði klárað, sama hvað. Ég vona líka að menn hætti að op­in­bera eig­in van­hæfni til þess að vera í for­svari fyr­ir íþrótta­fé­lag á Íslandi á sam­fé­lags­miðlum með því að drulla yfir ákvörðun KSÍ um að halda leik áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“