fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

WHO varar Evrópuríki við – Erfitt haust og vetur í aðsigi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 14:01

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var sett leiðinlegt met hvað varðar fjölda kórónuveirusmita á einum sólarhring.  Frá laugardegi til sunnudags voru 307.930 smit staðfest í heiminum og hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Í gær sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO frá sér aðvörun til Evrópuríkja vegna faraldursins.

Segir stofnunin að erfitt verði að halda aftur af útbreiðslu veirunnar næstu mánuði og vænta megi hækkandi dánartíðni.

Í samtali við AFP sagði Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, að vænta megi hækkandi dánartíðni á næstu mánuðum.

„Þetta verður erfiðara. Í október og nóvember munum við sjá hærri dánartíðni,“

sagði hann og bætti jafnframt við „að núna vilja ríkin ekki heyra þessar slæmu fréttir“.

Á undanförnum vikum hefur smitum fjölgað í Evrópuríkjum á nýjan leik, sérstaklega á Spáni og Frakklandi en hjá nágrönnum okkar í Noregi og Danmörku hefur þróunin einnig verið neikvæð.

Á föstudaginn voru rúmlega 51.000 nýsmit staðfest í þeim 55 Evrópuríkjum sem heyra undir WHO. Þetta eru fleiri tilfelli en þegar mest var í apríl.

Hvað varðar andlát af völdum veirunnar þá hefur fjöldi þeirra verið á bilinu 400 til 500 á dag síðan í byrjun júní og hefur fjöldinn haldist stöðugur allan þennan tíma.

Kluge lagði  áherslu á að tilkoma bóluefnis muni ekki verða til þess að faraldurinn hverfi.

„Ég heyri það stöðugt. Bóluefni mun binda endi á faraldurinn. Að sjálfsögðu ekki!“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma