fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Brjóstajesústrætisvagninn er kominn á göturnar

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. september 2020 15:45

Mynd: Strætó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna viku hefur auglýsing Þjóðkirkjunnar þar sem Jesú er með brjóst vakið mikla athygli. Nú er auglýsingin komin á strætisvagn sem ekur um götur borgarinnar.

„Þeir eru bara búin að gera nokkurs konar frík úr Jesú,“ sagði Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur í viðtali í Harmageddon á X-inu 977 í gær. Auglýsingin sem um ræðir er á vegum Þjóðkirkjunnar og var gerð til þess að auglýsa sunnudagaskóla kirkjunnar fyrir börn. „Börnin eru viðkvæmur hópur,“ sagði Margrét í gær og fullyrti að Þjóðkirkjan ætli að ganga lengra með myndina og nota hana í auglýsingaherferð.

„Þau ætla að festa þessa mynd á strætó,“ sagði Margrét en nú er búið að gera einmitt það. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, benti DV á að strætisvagninn væri kominn á götur borgarinnar. Guðmundur segir að Þjóðkirkjan hafi keypt þessa auglýsingu og að strætisvagninn hafi farið í akstur í gær.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af strætisvagninum:

Mynd: Strætó
Mynd: Strætó
Mynd: Strætó
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“