fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 11:30

Harvard. Mynd/harvard.edu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan flest lönd keppast um að opna dyrnar fyrir skærustu vonarstjörnur akademíunnar, tilkynnti ríkisstjórn Donalds Trumps bandaríkjaforseta að hún ætli nú að takmarka enn frekar aðgengi erlendra nemenda að háskólum Bandaríkjanna. Þeir nemendur sem eru með vegabréfsáritun til þess að stunda nám í Bandaríkjunum en eru í fjarnámi, þurfa nú að fara heim til sín. Þetta kemur fram í tilkynningu bandaríska útlendingaeftirlitsins.

Samkvæmt tilkynningunni er ætlunin að ganga enn lengra en gert hefur verið hingað til því þeim nemendum sem eru ekki í virku námi í dagskóla verður hreinlega sparkað út. Þeir sem færa sig undir eins í skóla þar sem kennsla er kennd á hefðbundinn hátt, í kennslustofu maður á mann, munu fá að vera í landinu áfram. Munu þessar aðgerðir eiga við um nemendur með F-1 eða M-1 vegabréfsáritanir.

Ákvörðunin þykir sérstaklega harðneskjuleg í ljósi þess að margar deildir bandarískra háskóla hafa nú skipt yfir í fjarnámskennslu í ljósi kórónuveirufaraldursins, sem enn er í fullum gangi í Bandaríkjunum. Eru mörg héröð, sýslur og ríki fyrst núna að grípa til lokana og samkomubanns. Harvard tilkynnti til að mynda í vikunni að allar kennslustundir í grunnnámsdeildum sínum yrðu haldnar í gegnum fjarfundabúnað eða með upptöku, þ.e. með fjarkennslufyrirkomulagi.

Forbes segir frá því að ríkisháskóli Kaliforníu, California State University, stærsti fjögurra ára grunnáms háskóli í Bandaríkjunum með um hálfa milljón nemenda, tilkynnti í maí að allar deildir utan þeirra sem þyrftu á verklegri kennslu að halda yrðu kennd með fjarkennslu. Óljóst er hversu margir nemendur þar þurfa frá að hverfa vegna nýja fyrirkomulags útlendingaeftirlitsins en ljóst er að einhverjir muni falla undir þessi nýju skilyrði útlendingaeftirlitsins bandaríska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“