fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Lögregla hafði seinast afskipti af íbúum hússins í gærkvöldi – Fíkniefni og óreglulegur gestagangur

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 17:56

Íbúi hússins hefur verið dæmdur í vikulangt gæsluvarðhald vegna meintrar aðildar að brunanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá er mikill eldur í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. Samkvæmt heimildum DV hafði lögregla afskipti af fólki í húsinu í gærkvöldi. Einnig leikur grunur á að fíkniefni hafi verið í húsinu. Húsið hafði orð á sér sem aðstaða fíkla, auk þess sem óreglulegur gestagangur var tíður.

Samkvæmt heimildum DV þá hafa einnig viðbragðsaðilar á vettvangi lýst yfir áhyggjum af því að fleiri hafi verið inni í húsinu en hafi komist út. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði við Rás 2 um fjögurleytið að óvíst væri hvort að einhverjir væru enn inni. Sú staða gæti þó skýrst á hverri stundu. Þá hafa reykkafarar þegar farið nokkrar ferðir um húsið og eru þeir enn að störfum samkvæmt heimildum DV.

SJÁ NÁNAR: Fólk í alelda húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs – „Ég er að horfa á mann stökkva út um gluggann“

Einhverjir voru handteknir á staðnum. Jón Viðar sagði í samtali við DV að það fólk hefði verið að fara inn og út að sækja muni úr húsinu. Hann sagði að lögregla hefði handtekið fólkið til að ná betri stjórn á aðstæðum.

Íbúar í nærliggjandi húsum hafa verið hvattir til að loka gluggum, en mikill reykur leggur frá brunanum. Hefur reykjarlykt fundist í mikilli fjarlægð frá eldinum. Stórt starfslið slökkviliðs, sjúkraliðs, lögreglu og sérsveitar hefur verið á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“