fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Ráðalaus vegna perra í Rimahverfi – Berar sig ítrekað fyrir framan leikvöll

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. júní 2020 18:54

Skjáskot úr fréttartíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Rimahverfi, sem býr á jarðhæð fyrir framan leikvöll, berar sig ítrekað fyrir börnum sem eru þar að leik. Foreldrar barna, sem  maðurinn hefur berað sig fyrir, segjast ráðalaus vegna málsins og forkastanlegt að ekki sé hægt að grípa inn í aðstæður með einhverjum hætti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

DV greindi frá málinu í gær þar sem rætt var við fjölskylduföður í Rimahverfi sem greindi frá því að eiginkona hans hefði orðið vitni að manninum að bera sig. Þar kom fram að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir blygðunarsemisbrot af þessu tagi, raunar þrisvar: árið 2011, 2013 og 2014.

Í frétt Stöðvar 2 kemur fram að margir hafi tilkynnt athæfi mannsins til lögreglu upp á síðkastið. Nú síðast á föstudaginn er hann beraði sig á meðan þriggja ára barn var að leik á leikvellinum. Faðir barnsins tilkynnti athæfið umsvifalaust til lögreglu.

Eins kom fram að maðurinn hafi berað sig fyrir tveimur 9 ára drengjum í lok síðasta árs. Athæfið var kært til lögreglu og var skýrsla tekin af drengjunum í Barnahúsi. Drengirnir hafa upplifað mikla vanlíðan vegna málsins.

Móðir annars drengsins sagði í samtali við Stöð 2: „Hegðun hans breyttist í skólanum. Það var haft samband við mig og ég var spurð hvort eitthvað hefði gerst.“ Móðirin greindi frá því að drengirnir treystu sér ekki til að fara einir í skólann og vildu alls ekki ganga framhjá húsinu þar sem maðurinn býr. „Mér finnst bara ekki boðlegt að börnin hér í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvöll án þess að lenda í einhverju svona atviki.“

Foreldrar gagnrýna að ekkert virðist hægt að gera í þessu máli. Það sé með öllu forkastanlegt að bjóða börnum upp á þessar aðstæður án þess að nokkuð sé gert í málunum.

Sjá einnig: Eldri maður særir blygðunarkennd íbúa í Rimahverfi – Margdæmdur fyrir að bera sig í glugga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum