fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra Krónunnar í morgun – mikil viðbrögð

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 8. júní 2020 11:37

Krónan matvöruverslun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagvangur auglýsti í morgun eftir nýjum framkvæmdastjóra Krónunnar í kjölfar uppsagnar Grétu Maríu Grétarsdóttir.

Gréta María tók við sem framkvæmdastjóri Krónunnar í september 2018. Markaðshlutdeild Krónunnar jókst undir stjórn Grétu og var síðasta rekstrarár það stærsta í sögu fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Visi.is var ein meginástæða uppsagnar Grétu sú að Festir skyldi þiggja hlutabætur þrátt fyrir að sjá fram á milljarða hagnað í ár. Festir hefur síðan þá gefið út að félagið muni endurgreiða bæturnar.

Hjá Krónunni starfa um þúsund starfsmenn svo ljóst er að um krefjandi starf er að ræða en framkvæmdastjóri Krónunnar á einnig sæti í framkvæmdastjórn Festis. Sverrir Briem sem fer fyrir ráðningarferlinu hjá Hagvangi segir góð viðbrögð við auglýsingunni og umsóknir séu farnar að berast.

Sverrir segir þá gömlu mýtu að bestu störfin sé ekki auglýst ekki eiga við rök að styðjast. „Við auglýsum alveg stór og flott störf eins og þetta. Viðbrögðin hafa verið góð en við opnuðum bara fyrir umsóknir í morgun,“ segir Sverrir en eftir að ferlinu lýkur 15. júní tekur við hefðbundið ráðningarferli.  En hvað þýðir það? „Fólk er kallað inn og svo fækkar í viðtalshópnum. Það getur alveg verið kallað inn þrisvar til fjórum sinnum. Svo er algengt að beðið sé um að umsækjendur leysi verkefni til að sýna fram á hæfni. Við notumst líka mikið við persónuleikamat.“

„Sverrir segir að almennt sé að glæðast á markaðnum og töluvert um að auglýst séu störf. Markaðurinn er að taka við sér. Ég er bjartsýnn á framhaldið.“

Þær kröfur sem framkvæmdastjóri Krónunnar þarf að hafa samkvæmt auglýsingunni eru meðal annars:

Framkvæmdastjóri – Krónan

Hæfni og eiginleikar framkvæmdastjóra:

    • Háskólamenntun
    • Brennandi áhugi á smásölumarkaði
    • Framtíðarsýn og stefnumótandi hugsun
    • Mikil reynsla af stjórnun og geta til að skapa liðsheild
    • Færni og vilji til að vinna í hóp

Framúrskarandi samskiptahæfileikar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt