fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Kona rekin eftir atvik í starfsmannasamkvæmi í Landsbankanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. júní 2020 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem rekin var úr starfi sínu í Landsbankanum eftir atvik í starfsmannasamkvæmi höfðaði mál á hendur bankanum fyrir meinta ólöglega uppsögn. Konan þótti standa sig mjög vel í starfi en mjög bar á samstarfserfiðleikum milli hennar og annars manns. Þó að viðurkennt sé að konunni hafi ekki verið einni um samstarfserfiðleikana að kenna tapaði hún málinu bæði fyrir Héraðsdómi á sínum tíma og fyrir Landsrétti nú rétt fyrir helgi.

Konan krafðist skaða- og miskabóta þar sem uppsögnin hefði verið ólögmæt og meiðandi í hennar garð. Bótakrafan hljóðaði upp á tæpar 10 milljónir króna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember árið 2018. Þar var Landsbankinn sýknaður af kröfum konunnar og henni gert að greiða 650.000 kr. í málskostnað. Landsréttur staðfesti dóminn á föstudag fyrir utan að hann felldi niður málskostnað.

Hvað gerðist í starfsmannasamkvæminu?

Uppsögn á konunnar átti sér nokkurn aðdraganda en vorið 2016 munu hafa orðið hnökrar í samskiptum hennar og starfsmanns deildarinnar sem hún stýrði og kom málið til kasta skrifstofu mannauðsdeildar. Um haustið lagði starfsmaðurinn fram kvörtun um meint einelti konunar í sinn garð.

Eftir að niðurstaða athugunar mannauðsdeildarinnar lá fyrir lét maðurinn sem kvartaði undan konunni af störfum.

Atvik sem varð í starfsmannasamkvæmi á starfsstöð konunnar varð til þess að bankinn ákvað að segja henni upp störfum. Ekki kemur fram í texta dómsins hvað nákvæmlega gerðist í samkvæminu annað en að konan hafi þar átt í hvössum orðaskiptum við tiltekna starfsmenn. Í kjölfarið var hún boðuð á fund mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra síns og afhent uppsagnarbréf.

Í dómi Landsréttar segir að samskiptaerfiðleikar á starfsstöðinni hafi ekki verið konunni einni að kenna. Hins vegar hafi Landsbankanum verið heimilt að segja upp konunni til að leysa þann samskiptavanda sem kominn var upp. Segir í dómnum að samkvæmt vinnurétti hafi atvinnurekendur á almennum markaði umtalsvert svigrúm til að segja starfsmönnum upp störfum, að því gefnu að réttilega sé staðið að uppsögn og í samræmi við lög, kjarasamninga eða ráðningarsamninga eftir því sem við á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni